Gráðugar vetrarbrautir á unglingsaldri
14. mars 2012

Stjörnufræðingar hafa lengi vitað að þegar alheimurinn var yngri voru vetrarbrautirnar voru miklu smærri. Yfir ævi alheimsins hafa vetrarbrautirnar bætt heilmiklu á sig en fæði og matarvenjur þeirra eru enn nokkuð á huldu.

Nú hafa stjörnufræðingar notað mjög öflugan sjónauka sem heitir Very Large Telescope til að fylgjast með vetrarbrautum næra sig. Á myndinni fyrir ofan sjást nokkrar af þessum vetrarbrautum sem stjörnufræðingarnir skoðuðu og eru þær merktar með rauðum krossi.

Very Large Telescope er geysiöflugur sjónauki sem getur horft aftur til þess tíma þegar vetrarbrautirnar voru á unglingsaldri. Það hljómar eflaust eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu að horfa aftur í tímann en í rauninni er það sáraeinfalt: Ljós er milljarða ára að ferðast frá þessum fjarlægu vetrarbrautum til okkar á jörðinni. Við sjáum þær þess vegna eins og þær litu út í fortíðinni, fyrir milljörðum ára! (Smelltu hér til að fá meiri upplýsingar um þetta.)

Athuganir stjörnufræðinganna leiddu í ljós að á unglingsárum sínum hámuðu vetrarbrautirnar aðallega í sig gas. Síðar gæddu þær sér á stærri máltíðum þegar þær átu smærri vetrarbrautir. Vetrarbrautir verða eiginlega gráðugar þegar þær eldast og byrja að éta aðrar vetrarbrautir!

Fróðleg staðreynd

Vetrarbrautirnar sem hér sjást og éta eins og hvalir eru einmitt í stjörnumerki sem heitir Hvalurinn!

This Space Scoop is based on a Press Release from ESO .
ESO
Mynd
Prentvæn útgáfa

Enn forvitin(n)? Lærðu meira...

Hvað er Space Scoop?

Lærðu meira um stjörnufræði

Veitir næstu kynslóð geimkönnuða innblástur

Vinir Space Scoop

Hafðu samband