Býsnin öll af vetrarbrautum!
21. mars 2012

Við fyrstu sýn virðist þessi ljósmynd harla ómerkileg, aðeins örfáar bjartar stjörnur innan um reyting af daufari stjörnum. Staðreyndin er hins vegar sú að næstum öll daufu fyrirbærin eru ekki stjörnur í vetrarbrautinni okkar, heldur heilar vetrarbrautir í órafjarlægð og inniheldur hver ein og einasta marga milljarða stjarna!

Sjónaukinn sem tók þessa ótrúlegu mynd kallast VISTA og er hann að finna í Chile í Suður Ameríku. Hann er stærsti sjónauki í heiminum sem tileinkaður er kortlagningu næturhiminsins.

VISTA varð að stara á sama blett á næturhimninum í 55 klukkustundir til að koma auga á þessar fjarlægu og daufu vetrarbrautir. Á svo löngum tíma safnar myndavél sjónaukans daufu ljósi vetrarbrautanna líkt og fata sem fyllist hægt og bítandi af vatni þegar einn og einn vatnsdropi fellur í hana. Með því að safna „daufum ljósdropum“ framkallaði sjónaukinn þessa glæsilegu mynd af mörg þúsund vetrarbrautum á svæði á næturhimninum sem sýnist alla jafna tómt.

Fróðleg staðreynd

Hvað sérðu margar vetrarbrautir á myndinni? (Smelltu til að sjá hana stærri.) Á myndinni eru yfir 200.000 vetrarbrautir!

This Space Scoop is based on a Press Release from ESO .
ESO
Mynd
Prentvæn útgáfa

Enn forvitin(n)? Lærðu meira...

Hvað er Space Scoop?

Lærðu meira um stjörnufræði

Veitir næstu kynslóð geimkönnuða innblástur

Vinir Space Scoop

Hafðu samband