Draugabæir í geimnum
11. júlí 2012

Vetrarbrautir eru eins og stórar borgir í geimnum. Nú hafa stjörnufræðingar hins vegar fundið tólf vetrarbrautir sem líkjast meira draugabæjum en borgum, því engar stjörnur búa í þeim!

Þessi smáu fyrirbæri eru kallaðar „dimmar vetrarbrautir“ því í þeim eru engar stjörnur sem láta þær skína skært. Stjörnufræðinga hafði lengi grunað að dimma vetrarbrautir væru til því þær leika mikilvægt hlutverk í vexti og þróun vetrarbrauta í sögu alheimsins. En þangað til þessi nýja uppgötvun var gerð hafði enginn séð svona vetrarbraut.

Dimmar vetrarbrautir eru órafjarlægar. Þær eru taldar mikilvægar byggingareiningar sem hjálpuðu til við myndun stóru stjörnuvetrarbrautanna sem við sjáum í dag, eins og vetrarbrautina okkar. Við getum enn komið auga þessar byggingareiningar, jafnvel þótt þær hafi fyrir löngu verið notaðar í stórar vetrarbrautir. Ástæðan er sú að þegar við horfum langt út í geiminn, horfum við líka aftur í fortíðina! (Smelltu hér til að læra meira um hvernig stjörnufræðingar geta horft aftur í tímann.)

En hvernig geta stjörnufræðingar leitað að dimmri vetrarbraut? (Hugsaðu þér ef þú leitaðir að kerti í dimmu herbergi — um leið og slökkt er á loganum er erfitt að koma auga á það) „Lýstu einfaldlega björtu ljósi á þær“ útskýrir Simon Lilly, einn stjörnufræðinganna sem gerði nýju uppgötvunina. Stjörnufræðingarnir leituðu sem sagt að dimmu vetrarbrautum í kringum mjög bjartar vetrarbrautir sem kallast „dulstirni“ og eru líka órafjarlægar. „Ljósið frá dulstirninu lýsir upp dimmu vetrarbrautirnar“ segir Simon.

Fróðleg staðreynd

Þessar dimmu vetrarbrautir eru kannski litlar í samanburði við vetrarbrautir sem við sjáum í dag en þær innihalda samt um 1 milljarð sinnum meira gas en sólin!

This Space Scoop is based on Press Releases from RAS , ESO .
RAS ESO
Mynd
Prentvæn útgáfa

Enn forvitin(n)? Lærðu meira...

Hvað er Space Scoop?

Lærðu meira um stjörnufræði

Veitir næstu kynslóð geimkönnuða innblástur

Vinir Space Scoop

Hafðu samband