Ekki stöðva tónlistina!
15. ágúst 2012

Vissir þú að hljóðin sem við heyrum allt í kringum okkur á jörðinni eru bara titringur loftsins? Þótt að í geimnum sé ekkert loft er þýðir það þó ekki að hann sé óhugnanlega hljóðlátur staður. Loft er samansafn gastegunda og í geimnum eru gasský sem getra titrað og gert hljóði kleift að ferðast.

Við vitum sem sagt hvernig hljóð getur borist í geimnum en hvað býr til allan hávaðann? Svarið er öflug fyrirbæri sem gefa frá sér mikla orku sem nægir til að láta gastegundirnar titra.

Svarthol, sem dæmi, gleypa ekki aðeins efni heldur gefa þau líka frá sér öfluga orkustróka. Stjarneðlisfræðingar vita til dæmis að svartholið í miðju vetrarbrautaþyrpingar sem kallast Perseifsþyrpingin (eftir stjörnumerkinu sem hún er í) er nógu öflugt til að gefa frá sér mjög djúpan tón.

„Við töldum að þessir djúpu tónar heyrðust frá öllum vetrarbrautaþyrpingum“ segir stjörnufræðingurinn Ryan Foley. Foley er hluti af hópi stjörnufræðinga sem rannsakaði nýlega vetrarbrautaþyrpingu sem kallast Fönixþyrpingin (sést á myndinni fyrir ofan) en hún er næstum hljóðlát. Það þýðir að annað hvort gefa ekki allar vetrarbrautaþyrpingar frá sér hljóð eða að stundum stoppar tónlistin!

Fróðleg staðreynd

Fyrir utan að greina raunveruleg hljóð í geimnum geta stjörnufræðingar stundum breytt ljósinu frá þeim fyrirbærum sem þeir rannsaka í hljóð. Á þessari vefsíðu NASA getur þú hlustað á nokkur skrítin hljóð sem voru búin til úr ljósi.

This Space Scoop is based on a Press Release from Chandra X-ray Observatory .
Chandra X-ray Observatory
Mynd
Prentvæn útgáfa

Enn forvitin(n)? Lærðu meira...

Hvað er Space Scoop?

Lærðu meira um stjörnufræði

Veitir næstu kynslóð geimkönnuða innblástur

Vinir Space Scoop

Hafðu samband