Leyndardómar framandi hnattar
11. október 2012

Í janúar 2005 dýfði Huygens kanninn sér í gegnum þokukenndan himininn yfir Títan, stærsta tungli Satúrnusar. Huygens varð þar með fyrsti og eini geimkanninn sem lent hefur á hnetti í ytra sólkerfinu og svo langt frá jörðinni, nokkuð sem kemur kannski ekki á óvart miðað við að það tók hann meira en 7 ár að komast á áfangastað!

Títan er sá staður í sólkerfinu sem líkist jörðinni okkar mest. Títan hefur lofthjúp eins og jörðin, bara miklu þykkari og sem teygir sig miklu lengra út í geiminn en lofthjúpurinn okkar. Þessi þokukenndi hjúpur hylur yfirborð Títans í appelsínugulri móðu og felur leyndardóma hans fyrir okkur. Huygens átti að varpa ljósi á þessa leyndardóma og gerði það með glæsibrag! Hann tók mörg hundruð ljósmyndir af framandi landslagi Títans!

Nú eru liðin næstum átta ár frá þessum atburði en vísindamenn eru enn að rannsaka Títan út frá upplýsingunum sem Huygens aflaði. Tíu sekúndur liðu frá því að kanninn rakst fyrst á yfirborðið en hann rann síðan og ruggaði þar til hann stöðvaðist loks. Vísindamenn frá Geimstofnun Evrópu hafa útbúið tölvulíkan sem sýnir nákvæmlega hvernig lendingin leit út.

Þessi stundarkorn eftir fyrstu snertingu hafa veitt okkur nýjar upplýsingar um yfirborð Títans. Það hvernig Huygens kanninn hreyfðist þegar hann lenti sýnir að á yfirborðinu er þunnt íslag. Undir því er fastalandið eins og blautur sandur! Það er hálka á Títan!

Fróðleg staðreynd

Títan er næst stærsta tunglið í sólkerfinu, stærra en tunglið okkar og meira að segja stærra en reikistjarnan Merkúríus.

This Space Scoop is based on a Press Release from ESA .
ESA
Mynd
Prentvæn útgáfa

Enn forvitin(n)? Lærðu meira...

Hvað er Space Scoop?

Lærðu meira um stjörnufræði

Veitir næstu kynslóð geimkönnuða innblástur

Vinir Space Scoop

Hafðu samband