Undir lok 20. aldar sprakk stjarna sem nefnd var SN1987A. Sú stjarna sprakk í nálægri vetrarbraut og var svo öflug að hún var sýnileg í fjóra mánuði!
Um það bil einu sinni eða tvisvar á öld springur stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Á örfáum vikum gefur sprengistjarnan frá sér jafn mikla orku og sólin gerir á allri ævi sinni! Sprengistjörnur marka ævilok stærstu stjarnanna.
Nýlegasta sprengistjarnan í Vetrarbrautinni okkar sprakk fyrir rétt rúmlega 100 árum. En því miður fyrir langa-langaafi og -ömmu voru þykk ský úr gasi og ryki, óralangt í burtu frá Jörðinni, fyrir sprengingunni og komu í veg fyrir að þau sæju hana. Vegna ryksins var það ekki fyrr en árið 2008 að hópur stjörnufræðinga fann leifar stjörnunnar fyrir slysni en þær sjást á meðfylgjandi mynd.
Venjulega þegar stjarna springur þýtur efni nokkurn veginn jafnt í allar átti. Eftir situr ský sem er meira og minna samhverft. En skýið á myndinni fylgir ekki sama fallega mynstri. Þessi í stað stefnir mestur hluti efnisins út í átt að efri brún myndarinnar og er enn að ferðast í þá átt með ógnarhraða. Út frá þessum vísbendingum álíta stjörnufræðingar að sprengingin hafi verið óvenju orkurík og tætingsleg!
Að því er við best vitum sprakk stjarna seinast í Vetrarbrautinni okkar fyrir rúmri öld. Ef stjörnur springa að meðaltali á 100 ára fresti eða svo, ætti önnur að springa innan tíðar. Hafðu augun á himninum!
Undir lok 20. aldar sprakk stjarna sem nefnd var SN1987A. Sú stjarna sprakk í nálægri vetrarbraut og var svo öflug að hún var sýnileg í fjóra mánuði!