Ef tifstjarnan ferðast á 11 milljón km hraða á klukkustund gæti hún ferðast í kringum jörðina á 13 sekúndum!
Í geimnum er ekkert kyrrt. Flestar stjörnur eru sem maraþonhlauparar á stöðugum þönum um geiminn. Nýlega fundu stjörnufræðingar stjörnu (græni bletturinn í kassanum á myndinni) sem er eiginlega betri spretthlaupari en langhlaupari.
Til að finna út hve hratt þessi stjarna geysist um geiminn, urðu stjörnufræðingar að finna út hve langt hún hefur ferðast frá því að spretthlaupið hófst og hve lengi það hefur staðið yfir. Stjörnufræðinga grunar að stjarnan hafi hafið spretthlaupið innan í fjólubláa gas- og rykskýinu á myndinni. Ástæðan er sú að þetta er sérstök tegund stjörnu sem snýst ógnarhratt og kölluð er tifstjarna. Þessi tifstjarna þeyttist út úr skýinu þegar stjarna í því sprakk.
Útreikningar stjörnufræðinga benda til að tifstjarnan ferðist um með ógurlegum hraða, milli 9 og 11 milljón kílómetra á klukkustun! Þetta er þar með hraðskreiðasta tifstirni sem vitað er um! Hún á sér hins vegar keppinaut um titilinn. Annað tvístirni er nefnilega talið ferðast á milli 5 til 10 milljón km hraða á klukkustund.
Verst að stjörnufræðingar geta ekki skráð stjörnurnar tvær á Geimólympíuleika til að finna út hvor þeirra er hraðskreiðari. Þess í stað þurfa þeir að finna það út á mun erfiðari hátt, með því að bæta niðurstöður sínar.
Ef tifstjarnan ferðast á 11 milljón km hraða á klukkustund gæti hún ferðast í kringum jörðina á 13 sekúndum!