Geimþokur eru ekki góðir felustaðir
16. apríl 2014

Á þessari nýju stjörnuljósmynd sést geimský (eða þoka) sem kallast Gum 41. Skýið er úr vetni, algengustu gastegundinni í alheiminum.

Í miðri þokunni er aragrúi ungra, heitra og bjartra stjarna. Stjörnurnar gefa frá sér orkuríkt ljós sem veldur því að vetnisgasið í kring glóir með skarlatsrauðum lit.

Litríkar geimþokur á borð við þessa prýða margar þekktustu stjörnuljósmyndirnar. Á myndunum virðast skýin oft þykk og björt en það er í raun villandi.

Ef geimferðalangar gætu flogið geimskipi í gegnum Gum 41, myndu þau líklega ekki taka eftir því að þau væru inni í skýi! Skýin eru svo þunn, að þau sæjust ekki með berum augum.

Skýin eru eins og mjög þunn þokumóða. Úr fjarlægð gæti þokan virst stór og þykk, rn þegar maður færist nær virðist þokan hopa — alltaf utan seilingar. Geimskýin eru ekki mikið þykkari en þokumóða!

Þetta skýrir hvers vegna þetta stóra og bjarta ský fannst ekki fyrr en árið 1951!

Fróðleg staðreynd

Maður ætti ekki alltaf að trúi því sem maður sér í sjónvarpinu. Í Star Trek, Star Wars og Battlestar Galactica eru geimskip oft falin í þykkum gasþokum. En nú veistu betur — geimský eru svo sannarlega ekki góðir felustaðir fyrir geimskip!

This Space Scoop is based on a Press Release from ESO .
ESO
Mynd
Prentvæn útgáfa

Enn forvitin(n)? Lærðu meira...

Hvað er Space Scoop?

Lærðu meira um stjörnufræði

Veitir næstu kynslóð geimkönnuða innblástur

Vinir Space Scoop

Hafðu samband