Hringdi einhver í Draugabanana?
9. janúar 2013

Margt fólk víða um heim trúir því að draugar séu til og segjast sumir meira að segja hafa séð drauga. Þú getur nú talið sjálfa(n) þig þeirra á meðal! Þessi draugalega mynd sýnir nefnilega massamikla stjörnu í framhaldslífi sínu. Segja mætti að hún sé „draugastjarna.“

Stór stjarna endar ævi sína þegar eldsneytið hennar er uppurið. Á þeim tímapunkti þjóta ytri lög hennar út í geiminn í gríðarmikilli sprengingu og kjarninn hrynur inn í sjálfan sig. Lögin sem þjóta burt mynda litrík og glæsileg ský (eins og þetta) en það er í kjarnanum sem hlutirnir verða sérstaklega forvitnilegir. Þessi draugalega ljósmynd er einmitt af þéttum kjarna massamikllar stjörnu eftir að hún sprakk.

Á meðan ytri lögin skjótast burt fellur kjarninn saman. Efni sem dugir í sól eins og okkar (og fleiri) þjappast saman í svæði sem er minna en höfuðborgarsvæðið! Þá hefur kjarninn framhaldslíf sitt sem ný tegund stjörnu. Á myndinni hefur kjarninn endurfæðst sem „tifstjarna“. Það er stjarna sem snýst á ógnarhraða — jafnvel hraðar en þyrluspaðar! Þegar stjarnan snýst, gefur hún frá sér efnisstrók. Sérðu hvar hann liggur á ská upp á við á myndinni?

Smelltu hér til að sjá tifstjörnuna snúast!

Fróðleg staðreynd

Tifstjörnur hafa einstaklega sterkt segulsvið. Ef þú stæðir á yfirborði tifstjörnu værirðu tveimur milljón milljarðs sinnum þyngri en á jörðinni!

This Space Scoop is based on a Press Release from Chandra X-ray Observatory .
Chandra X-ray Observatory
Mynd
Prentvæn útgáfa

Enn forvitin(n)? Lærðu meira...

Hvað er Space Scoop?

Lærðu meira um stjörnufræði

Veitir næstu kynslóð geimkönnuða innblástur

Vinir Space Scoop

Hafðu samband